Mikilvægi jarðvarma fyrir Ísland

28.04.2016

Ísland hefur sérstöðu þegar horft er til endurnýjanlegrar orku og orkumála. Á meðan fjölmörg ríki eru að keppast við að bæta orkuöryggi sitt til lengri tíma er 85% af heildarorkunotkun á Íslandi frá innlendum grænum og endurnýjanlegum orkugjöfum í formi vatnsfalla og jarðvarma, sem er einstakt á heimsvísu.

En þetta var ekki alltaf svona. Frá því að jarðvarminn var fyrst nýttur til húshitunar í Mosfellsbæ árið 1908, hefur Ísland farið úr því að vera eitt fátækasta land Evrópu, í að vera eitt þeirra landa sem nýtur hvað mestra lífsgæða í heiminum, og er þetta að miklu leyti að þakka framsýni Íslendinga og nýtingu jarðvarmaauðlinda landsins.

Í umræðunni um orkumál Íslands vill efnahagslegt mikilvægi jarðvarmans fyrir Ísland oft gleymast. Þrátt fyrir efnahagsáföll og óstöðugleika í efnahagsmálum í gegnum síðustu áratugi er óhætt að fullyrða að staða íslensks almennings og efnahagslífs væru mun veikari ef ekki nyti við þeirra gríðarlegu verðmæta sem jarðvarminn færir okkur á hverju ári í formi „Jarðvarmasparnaðar“. Stærsti einstaki liðurinn í efnahagslegri greiningu á nýtingu jarðvarma er einmitt sá áætlaði sparnaður af því að nýta jarðvarma til húshitunar í stað olíu eins og áður var gert. Oft er talað um þjóðhagslegan ávinning af nýtingu jarðvarma með því að meta þann kostnað sem að landsmenn komast hjá með því að nýta jarðvarma til húshitunar í stað olíu. Við hjá Íslandsbanka köllum þetta „Jarðvarmasparnað“. Samkvæmt Orkustofnun er Jarðvarmasparnaður sl. 40 ára um 1.630 milljarðar króna, eða um 5 milljónir króna á hvern núlifandi Íslending. Meðaltals Jarðvarmasparnaður sl. 10 ára er um 80 ma.kr. á ári!

Ljóst er að framsýni Íslendinga í jarðvarmamálum hafi spilað stórt hlutverk í að leggja grunnin að efnahagalegri velsæld Íslands. Þess vegna höfum við hjá Íslandsbanka mikinn áhuga á þessu málefni. 

Þekking sprettur af áhuga.

Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður Orkumála hjá Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall