Engin lántökugjöld fyrir fyrstu kaupendur

27.04.2016

Viðskiptavinir Íslandsbanka geta nú sótt um greiðslumat á netinu með rafrænni undirskrift. Þetta er liður í því að koma til móts við kröfur viðskiptavina sem vilja geta stundað bankaviðskipti sín hvar og hvenær sem er.  Við þetta tilefni og með aukinni sjálfvirknivæðingu lánaferla fellir bankinn niður lántökugjald fyrir fyrstu kaupendur. Þessi kjarabót kemur til viðbótar við lækkun á föstum verðtryggðum húsnæðislánavöxtum sem tóku gildi fyrr í mánuðinum.

Sú áskorun sem flest íslensk þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir er að mæta auknum kröfum um upplýsingagjöf og sjálfsafgreiðslu á netinu sem eykur skilvirkni fyrir alla aðila. Nú geta einstaklingar og fjölskyldur í fasteignahugleiðingum, með afar lítilli fyrirhöfn, mætt betur undirbúin á fasteignamarkaðinn.  Með því að slá inn eigin forsendur á vef Íslandsbanka liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um greiðslubyrði lána, greiðslugetu lántakenda og hámarkskaupverð fasteigna.

Netgreiðslumatið bætist nú við sem hluti af þeirri stafrænu vegferð sem bankinn er í og kemur til viðbótar við nýtt greiðslumiðlunarapp, Kass, og Íslandsbanka Appið, sem einfalda bankaviðskipti. Þróun á slíkum lausnum heldur áfram en innan tíðar má búast við að þinglýsingar verði einnig rafrænar. Það er því mikil einföldun og hagræðing fólgin í þessum breytingum bæði fyrir viðskiptavini og bankann.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs:

„Íslandsbanki hefur lengi einbeitt sér að því að koma til móts við þarfir fyrstu kaupenda og það er ánægjulegt að sjá þann hóp vaxa eins og nýleg gögn hagstofunnar staðfesta. Til að styðja enn betur við fyrstu kaupendur viljum við bjóða þeim betri kjör og um leið einfalda húsnæðiskaupaferlið.“

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall