Breyting á þjónustu kortatrygginga

26.04.2016

Íslandsbanki hefur nú gert samkomulag við VÍS varðandi þjónustu kortatrygginga bankans næstu tvö ár.

Samningurinn tekur gildi 01.05.16 og verður þá breyting á fyrirkomulagi kortatrygginga hjá Íslandsbanka. Sjóvá tekur að sér uppgjör vegna tjónsatvika sem kunna að eiga sér stað til og með 30.04.16. Tjónsatvik sem eiga sér stað frá og með 01.05.16 eru í höndum VÍS.

Ákvörðunin er byggð á verðkönnun sem Íslandsbanki framkvæmdi þar sem óskað var eftir tilboði frá öllum tryggingarfélögunum.

Íslandsbanki vill árétta að engin breyting verður á skilmálum ferðatrygginga, bótafjárhæðum né eigin áhættu.

Alþjóðleg neyðarþjónusta SOS verður áfram með óbreyttu sniði. Hjá Íslandsbanka getur þú nálgast Neyðarkortið sem gott er að hafa meðferðis á ferðalögum en á því eru allar nauðsynlegar upplýsingar um neyðarþjónustuna.

VÍS státar af öflugu þjónustuneti um land allt svo viðskiptavinir Íslandsbanka munu hvarvetna fá fyrsta flokks þjónustu. Hægt er að hafa samband við VÍS í síma 560-5000, með tölvupósti á netfang þeirra vis@vis.is, með netspjalli á vefsíðu þeirra www.vis.is eða í gegnum helstu samfélagsmiðla.

Ef eitthvað er óljóst bendum við þér á að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 440-4000, með tölvupósti á netfang okkar islandsbanki@islandsbanki.is eða með því að heimsækja eitt af okkar útibúum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall