Islandsbanki hf. : Fitch Ratings staðfestir óbreytt lánshæfismat Íslandsbanka BBB-/F3

21.04.2016 - Kauphöll

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreytt lánshæfismat fyrir Íslandsbanka. Bankinn er metinn í fjárfestingarflokki með einkunnina BBB-/F3 með stöðugum horfum.

Fitch segir að mikið hafi áunnist í rekstri bankans síðasta árið og rekstrarumhverfi batnað töluvert. Bankinn starfi þó í litlu hagkerfi sem sé enn undir gjaldeyrishöftum Fram kemur í rökstuðningi Fitch að eiginfjár- og lausafjárhlutföll séu sterk og að vanskilahlutfallið hafi lækkað milli ára.

Endurskipulagningu á lánasafni sé nú lokið, ennfremur að hverfandi hluti endurskipulagðra lána hafi aftur farið í vanskil. Vanskilahlutfall Íslandsbanka við árslok var 2,2% samanborið við 3,5% árið á undan. Þessi árangur setur bankann í flokk þeirra 25% evrópskra banka sem hafa hvað lægst vanskilahlutföll.

Ennfremur tiltaka þeir að lausafjárhlutföll og vogunarhlutfall séu vel í samanburði við sambærilegar erlendar fjármálastofnanir og bankinn sé vel í undirbúinn fyrir losun fjármagnshafta sem stefnt er að á næstu misserum.

Aukin áhættusækni í útlánum hér og erlendis, tilslakanir í lausafjárstýringu bankans og alvarleg áföll í rekstrarumhverfi hans sem gætu haft áhrif á gæði lánasafns gætu eins verið til lækkunar á lánshæfismati bankans.

Það sem gæti komið til hækkunar á lánshæfismati bankans væri áframhaldandi ábyrg stefna í útlánum, batnandi gæði lánasafns og nægt laust fé. Eins að mál tengd gjaldeyrishengju og afléttingu hafta verði leyst farsællega og stöðugleiki verði í rekstrarumhverfi bankans í framhaldi af því.

Fitch - Lánshæfismat staðfest BBB- / F3

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall