Nýir almennir viðskiptaskilmálar Íslandsbanka

19.04.2016

Þann 20. júní 2016 taka gildi nýir almennir viðskiptaskilmálar Íslandsbanka en skilmálarnir hafa verið endurskoðaðir í heild sinni. Viðskiptavinir teljast hafa samþykkt hina nýju skilmála ef þeir gera ekki athugasemdir fyrir gildistöku þeirra. Ef viðskiptavinur er ósáttur við breytingarnar getur hann sagt upp viðskiptum sínum í samræmi við þá skilmála sem um viðkomandi viðskipti gilda.

Skilmálarnir gilda um viðskipti Íslandsbanka og viðskiptavina hans. Skilmálarnir hafa að geyma almenn ákvæði um réttindi og skyldur aðilanna. Í ákveðnum tilvikum gilda auk þess sérstakir skilmálar um viðskipti milli aðila. Helstu breytingar á skilmálunum varða öryggisþætti við aðgengi að þjónustu bankans, m.a. í tengslum við tækninýjungar, meðferð persónuupplýsinga, grundvöll vaxtakjara og breytingar á þeim. Þá er vikið að nýlegum lögum er skylda bankann til upplýsingagjafar til skattayfirvalda o.fl.

Nýju skilmálana má nálgast á vef Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall