Islandsbanki hf. : Aðalfundur Íslandsbanka

19.04.2016 - Kauphöll

Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag, þriðjudaginn 19. apríl.

Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, fór yfir uppgjör bankans og helstu þætti í starfsemi hans á árinu 2015.

Helstu niðurstöður aðalfundar:

  • Ný stjórn var kjörin fyrir bankann:
    Anna Þórðardóttir, Auður Finnbogadóttir, Árni Stefánsson, Hallgrímur Snorrason, Heiðrún Jónsdóttir, Helga Valfells og Friðrik Sophusson, sem einnig var kjörinn formaður stjórnar.
  • Herdís Gunnarsdóttir og Pálmi Kristinsson voru kjörin í varastjórn bankans.
  • Marianne Økland, Eva Cederbalk, Neil Graeme Brown, Gunnar Fjalar Helgason og Árni Tómasson hætta í aðalstjórn bankans og Jón Eiríksson og Margrét Kristmannsdóttir hætta í varastjórn bankans.
  • Þá samþykkti fundurinn ársreikning bankans og að allt að 50% nettóhagnaðar bankans árið 2015 verði greiddur sem arður til hluthafa en að öðru leyti bætist hagnaðurinn við eigið fé bankans. Stjórn bankans var einnig fengin heimild til að kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kann að vera lögð fram.
  • Þá var samþykkt starfskjarastefna fyrir bankann og ákveðin þóknun til stjórnarmanna. Jafnframt fól fundurinn stjórn bankans að setja í starfsreglur sínar ákvæði um samkeppnislegt sjálfstæði bankans gagnvart öðrum viðskiptabönkum í eigu ríkisins.
  • Á fundinum var samþykkt tillaga um breytingu á samþykktum bankans á þá leið að heimilisfang bankans og varnarþing verði i Kópavogi.
  • Þá var á fundinum einnig samþykkt að Ríkisendurskoðun verði endurskoðunarfélag bankans til næstu fimm ára.

Hægt er að nálgast Ársskýrslu á www.islandsbanki.is/arsskyrsla

Önnur gögn frá aðalfundi má finna á www.islandsbanki.is/adalfundur og á vef fjárfestatengsla Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/ir

 

Aðalfundargögn:

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall