Íslandsbanki flytur höfuðstöðvar í Norðurturninn

16.04.2016

Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. Með þessari breytingu verður starfsemi höfuðstöðva, sem í dag fer fram á fjórum stöðum, sameinuð undir einu þaki þar sem 650 starfsmenn munu starfa. Mikil hagkvæmni fylgir sameiningunni en samanlagður fermetrafjöldi höfuðstöðvastarfsemi fer úr 13.900 í 8.600 fermetra í Norðurturninum.

Um hríð hefur legið fyrir að sameina starfsemi bankans í nýjum höfuðstöðvum. Íslandsbanki mun áfram vera leiðandi í stafrænni þjónustu og eru nýjar og framsæknar höfuðstöðvar liður í efla þróun bankans og sókn á markaði.

Nýtt útibú bankans mun jafnframt opna á 1. hæð Norðurturnsins í nóvember en sú vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Þar hefur legið fyrir að sameina útibúin í Þarabakka, Digranesvegi og Garðatorgi í eitt útibú í Norðurturni.

Eins og komið hefur fram áður hafa fundist rakaskemmdir í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi. Viðamiklar rannsóknir hafa staðið yfir á húsnæðinu ásamt því að það hefur verið hreinsað með það að markmiði að lágmarka áhrif á starfsfólk. Fylgst er vel með loftgæðum í húsinu sem koma vel út en ljóst er að fara þarf í töluverðar endurbætur á húsnæðinu. Unnið er með verkfræðistofunni EFLU að rannsóknum ásamt finnska ráðgjafafyrirtækinu Vahanen .

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við höfum beðið lengi eftir að geta sameinað alla höfuðstöðvastarfsemi bankans  á einum stað. Vegna aðstæðna á Kirkjusandi flýtum við þessum áformum okkar og sjáum mikil tækifæri í hinum nýja höfuðstöðvum. Bankinn vill vera framsýnn í starfsemi sinni og við munum nú, undir einu þaki, geta boðið starfsfólki og viðskiptavinum upp á enn betri þjónustu.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall