Ferðaþjónustuskýrslan kynnt víða um land

04.04.2016

Hátt í sex hundruð manns hafa nú mætt á kynningarfundi vegna Ferðaþjónustuskýrslu Íslandsbanka sem kom út í byrjun marsmánuðar. Því til viðbótar horfðu ríflega 1.200 á beina útsendingu af kynningu skýrslunnar í Hörpu í lok febrúar síðastliðinn og þá hafa um 300 horft á upptöku af þeirri kynningu á netinu. Í skýrslunni er farið ítarlega yfir þann mikla vöxt ferðamanna sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þar kemur fram að ef fram heldur sem horfir muni verða á Íslandi um 16 ferðamenn á hvern ferkílómetra.

Skýrslan var fyrst á kynnt á ráðstefnunni Iceland Tourism Investment Conference and Exhibition í Hörpu. Í framhaldi hefur skýrslan verið kynnt á Akureyri, Selfossi, Keflavík og að endingu í Vestmanneyjum. Fundirnir hafa verið haldnir í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðunum og hafa verið mjög vel sóttir. Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði, og Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, hafa séð um kynningar á skýrslunni en skýrslan er samstarfsverkefni sviðanna.

Skýrslan mun vonandi reynast ferðaþjónustaðilum og fleirum vel við greiningu og skilning á þessari mikilvægu atvinnugrein.

Skýrsluna og ýmislegt kynningarefni henna tengt má finna hér.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall