Kass vinsælasta appið

22.03.2016

Kass appið mælist nú sem vinsælasta app á Íslandi en appið hefur vermt fyrsta sætið síðustu daga. Kass kom á markað í febrúar og er greiðslumiðlunarapp, óháð banka. Með Kass er hægt að borga, rukka og splitta kostnaði með einföldum hætti.

Óhætt er að segja að Kass hafi hlotið frábærar viðtökur á undanförnum vikum og veltan hefur aukist jafnt og þétt. Ólíkir aldurshópar nýta sér Kass en það hefur slegið rækilega í gegn hjá hópum í fjáröflun, vinahópum sem skipta kostnaði og á fata- og matarmörkuðum víða um land.

Memento og Íslandsbanki halda nú áfram að þróa Kass til að koma til móts við kröfur viðskiptavina og einfalda þeim bankaviðskiptin. Íslandsbanki vill með þessum hætti stuðla að því að viðskiptavinir geti stundað bankaviðskipti, hvar og hvenær sem er.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall