Íslandsbanki hlýtur þekkingarverðlaun FVH

21.03.2016

Íslandsbanki hefur verið valið þekkingarfyrirtæki ársins af Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir framúrskarandi árangur í mannauðsmálum. Þema verðlaunanna í ár er „Mannauðsmál í víðum skilningi” og voru Kolibri og Reiknistofa bankanna einnig tilnefnd til verðlaunanna.

Fram kemur í niðurstöðum dómnefndar að bankinn reki öflugt fræðslustarf fyrir starfsmenn sína og hafi verið brautryðjandi með verkefni eins og lærimeistaraverkefni sitt sem hafi skilað miklum árangri. Tekist hafi að skapa mikið starfsöryggi i bankanum á skömmum tíma eftir hrun.

Þekkingarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Sjóminjasafni Reykjavíkur þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin.

Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka:

„Það er mikill heiður að fá viðurkenningu FVH fyrir störf okkar í mannauðsmálum. Við höfum lagt áherslu á að virkja starfsfólk til þátttöku í mótun bankans og að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu. Það er einstakt að vinna með svona samheldnum hópi starfsfólks sem keppir að sameiginlegu markmiði um að vera númer eitt í þjónustu. Bankinn hefur ávallt lagt metnað sinn í að bjóða starfsfólki upp á gott starfsumhverfi sem hefur skilað sér í mikilli starfsánægju og góðum starfsanda“

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall