Ábyrgar fjárfestingar í Silfurbergi

15.03.2016

Er fyrirtækjum fyrst og síðast umhugað um orðspor sitt þegar kemur að ábyrgum fjárfestingum? Eiga lífeyrissjóðirnir hér á landi að setja sér strangari reglur um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum? Hvers vegna er umræðan um ábyrgar fjárfestingar ekki komin lengra á íslenskum fjármálamarkaði?

Þessum spurningum og mörgum öðrum var velt upp á fundi VÍB um ábyrgar fjárfestingar í Silfurbergi, Hörpu, í morgun. David Chen hjá Equilibrium Capital var aðalræðumaður fundarins en í umræðum tóku þátt þau Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og meðeigandi hjá Strategíu og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Áherslur á samfélagsábyrgð og umhverfisþætti fá sífellt meiri vægi fjárfesta, sérstaklega á síðastliðnum tveimur árum. Þetta er meðal annars það sem kom fram í erindi David Chen og tók hann ýmis áhugaverð dæmi af alþjóðlegum fjármálamörkuðum máli sínu til stuðnings. Þá útskýrði hann breytingar á áherslum fjárfesta síðustu áratugina og hvers vegna ábyrgar fjárfestingar eru jafn mikilvægar og orðnar jafn almennar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og raun ber vitni.

Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB hélt erindi í upphafi fundar og umræðum stýrði Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall