Íslandsbanki í þriðja sæti í markaðsmálum

07.03.2016

Íslandsbanki fagnar þriðja sæti yfir fyrirtæki sem sköruðu fram úr í markaðsmálum á Íslandi. Þetta kom fram á ÍMARK deginum en Gallup lét framkvæma könnunina.

Könnunin var framkvæmd meðal markaðsstjóra hjá 400 stærstu fyrirtækjum landsins. Icelandair lenti í fyrsta sæti og Nova í öðru sæti. Fyrirtæki sem fylgdu í kjölfarið voru meðal annars Ölgerðin, Domino´s og Síminn.

Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka:

„Við erum virkilega stolt af því sem hefur áunnist hjá bankanum. Við settum okkur það markmið að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi og vinnum stöðugt að því markmiði. Það er því mjög ánægjulegt að íslensk fyrirtæki séu svona jákvæð út í okkar störf og verkefni. Það hvetur okkur til að halda áfram á þessari braut og vera stanslaust á tánum með frekari nýjungar í bankaþjónustu.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall