Ferðaþjónustuskýrsla Íslandsbanka komin út í annað sinn

29.02.2016

Greining Íslandsbanka spáir 29% aukningu í fjölda ferðamanna til Íslands á árinu 2016. Að teknu tilliti til meðal dvalartíma ferðamanna eru hér á landi tæplega 30 þúsund ferðamenn á degi hverjum allt árið. Þetta kemur fram í nýrri ferðaþjónustuskýrslu Greiningar og Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka. Skýrslan var kynnt í Hörpu í morgun við upphaf ráðstefnunnar Iceland Tourism Investment Conference and Exhibition. Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði og Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynntu skýrsluna. Hér má sjá skýrsluna í heild.

Þetta er í annað sinn sem Íslandsbanki gefur út skýrslu um ferðaþjónustuna sem er ein af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar. Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur í greininni og ef fram heldur sem horfir verða á Íslandi um 16 ferðamenn á hvern ferkílómetra miðað við spá Greiningar um fjölda ferðamanna. Tækifærin og áskoranir eru margar og Íslandsbanki leggur mikla áherslu á fræðslu fyrir viðskiptavini og að starfsmenn miðli af sinni sérþekkingu til þeirra. Það er von okkar að skýrslan reynist gagnleg viðbót við þá þekkingu sem fyrir er í þessari öflugu atvinnugrein.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall