Íslandsbanki gefur út áhættuskýrslu

24.02.2016

Íslandsbanki hefur nú gefið út Áhættuskýrslu (Pillar 3 Report) fyrir árið 2015. Skýrslan veitir markaðsaðilum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans og eiginfjárstöðu hans. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Íslandsbanki uppfyllti allar innri og ytri kröfur um áhættumörk á árinu 2015 og helst lausafjár- og eiginfjárstaða bankans sterk.

Gæði lánasafnsins halda áfram að aukast
Erfiðleikalán, þ.e. lán sem hafa annaðhvort verið virðisrýrð eða eru í meira en 90 daga vanskilum, hafa lækkað úr 3,5% niður í 2,2% sem hlutfall af útlánasafninu. Í samanburði við Evrópska banka mælist Íslandsbanki þannig meðal þeirra 25% bestu samkvæmt samantekt Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA).

Hækkun á lágmarkseiginfjármarkmiðum bankans
Stjórn Íslandsbanka hefur ákveðið að hækka lágmarkseiginfjárhlutfall bankans úr 18% í 23% af áhættugrunni til skemmri tíma. Hækkunin byggist annars vegar á auknum kröfum eftirlitsaðila en einnig á þeirri skoðun bankans að skynsamlegt sé að eiga umtalsverðan eiginfjárauka til að takast á við óvissu í tengslum við afnám gjaldeyrishafta.

Ójöfnuðir bankans eru innan hæfilegra marka
Ójöfnuðum bankans er stýrt innan hæfilegra marka og hafa því óvæntar sveiflur í gengi gjaldmiðla, vöxtum og verðbólgu tiltölulega lítil áhrif á bankann.

Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar:
„Íslandsbanki vinnur stöðugt að því að bæta innviði sína við stýringu áhættu og mat á eiginfjárþörf. Áhættuskýrslan veitir innsýn inn í þær aðferðir sem bankinn beitir við mat á áhættu sem og fjölmarga þætti í áhættumynstri og áhættustýringu bankans. Skýrslan endurspeglar það gagnsæi sem Íslandsbanki leggur áherslu á í störfum sínum. Ég vona að skýrslan reynist aðgengileg bæði fyrir þá sem vilja fá innsýn inn í hvernig bankinn mælir og stýrir áhættu, sem og þá sérfræðinga sem vilja fá dýpri skilning á áhættustöðu bankans.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall