Enginn banki hærri en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni

11.02.2016

Enginn banki fékk hærri einkunn en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þetta er í sautjánda sinn sem ánægjuvogin er kynnt hér á landi. Gallup, Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa að mælingunum sem snúa að ánægju viðskiptavina helstu fyrirtækja nokkurra atvinnugreina. Viðskiptavinir meta fyrirtækið m.a.a út frá ánægju og hversu vel fyrirtækið uppfyllir væntingar.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Starfsfólk Íslandsbanka er stolt og ánægt í dag. Framtíðarsýn okkar um að vera #1 í þjónustu hefur verið vegvísir í okkar starfi undanfarin fimm ár og rauði þráðurinn í öllum okkar ákvörðunum og rekstri. Góð þjónusta byggir á þekkingu, áhuga og þróun á snjöllum lausnum. Við höfum fjárfest markvisst í þessum þáttum á undanförnum árum, nú síðast þegar við settum greiðsluappið Kass í loftið sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Þessar fjárfestingar skila sér í aukinni ánægju viðskiptavina. Þessi viðurkenning er okkur hvatning til að veita alltaf bestu bankaþjónustuna á Íslandi.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall