Birna Einarsdóttir hlýtur FKA Viðurkenninguna 2016

30.01.2016

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hlaut FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) Viðurkenninguna 2016.

Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Dómnefnd, skipuð af FKA, velur þær konur sem hljóta viðurkenningar félagsins hverju sinni en Hvatningarviðurkenningin og Þakkarviðurkenningin voru einnig veittar.

Í orðum dómnefndar kom meðal annars þetta fram:

Undanfarin ár hefur Birna hefur verið óeigingjörn við að miðla reynslu sinni til bæði karla og kvenna sem vilja láta til sín taka í viðskiptum eða annars staðar í samfélaginu. Sérstaka áherslu hefur hún lagt á starfsþróun kvenna innan Íslandsbanka og hafa konur innan bankans m.a. haft aðgang að lærimeistara með það að markmiði að efla þær til frekari starfa í atvinnulífinu.

Birna var innanbúðar í bankakerfinu á krefjandi umbrotatímum í íslensku efnahagslífi. Þegar hún tók við stjórnartaumunum í Íslandsbanka einsetti hún sér að þjappa starfsmönnum saman og telja í þá kjark. Saman lögðu allir sig fram við að greiða úr þeim fjölmörgu verkefnum sem lágu fyrir. Með slíkri stjórnun ávann hún sér virðingu og traust viðskiptavina og samstarfsfólks. Birnu er lýst sem metnaðarfullum og um leið mannúðlegum stjórnanda.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall