Sprotafyrirtækið Memento og Íslandsbanki þróa og kynna nýtt greiðsluapp

29.01.2016

Íslandsbanki og sprotafyrirtækið Memento hafa þróað og gefið út nýtt og einfalt greiðsluapp undir nafninu Kass. Allir geta notað greiðsluappið, óháð banka. Appið tvinnar saman eiginleika samfélagsmiðla og greiðslukerfis og áhersla er lögð á skemmtilega notendaupplifun, öryggi og einfaldleika.

Appið gerir notendum kleift að millifæra peninga sína milli með því einu að nota farsímanúmer eða Kass notendanafn auk þess sem þeir geta sent rukkun eða skipt greiðslum á milli sín. Appið er tengt við greiðslukort og bankareikning og hægt er að senda og taka á móti greiðslum. Allir geta nýtt sér appið, óháð viðskiptabanka og símafyrirtæki.

Öryggi og einfaldleiki

Áhersla er lögð á öryggi, einfaldleika og þægilegt notendaviðmót. Íslandsbanki og Memento stefna að áframhaldandi þróunarsamstarfi með það að markmiði að bjóða örugga og einfalda fjármálaþjónustu.

Stofnendur Memento eru Arnar Jónsson, Gunnar Helgi Gunnsteinsson og Jón Dal Kristbjörnsson. Teymið komst í úrslit Gulleggsins árið 2014 með hugmyndina að tvinna saman eiginleika samfélagsmiðils og greiðslukerfis til að auðvelda millifærslur og gera þær skemmtilegar. Með öllum færslum í appinu er hægt að senda myndir sem lífgar svo sannarlega upp á hinar hefðbundnu millifærslur.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka: „Kass appið er frábær viðbót við góða þjónustu og snýst um að einfalda líf viðskiptavina okkar og annarra notenda með snjallri og öruggri greiðslulausn. Með Kass geta notendur millifært, rukkað og skipt greiðslum milli vina og vandamanna með því að nota eingöngu símanúmer. Við erum afar ánægð með þróunarsamstarfið við Memento og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við þetta öfluga sprotafyrirtæki.“

Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Memento: „Markmiðið með Kass er að búa til greiðsluumhverfi sem kemur til móts við breytta tíma. Í dag eru allir tengdir, alltaf og alls staðar, og samskipti ganga hratt og örugglega fyrir sig með tilkomu samskiptamiðla. Greiðslusamskipti eiga að vera einföld og áhugaverð rétt eins og hver önnur samskipti sem fólk á sín á milli. Með því að notast við eiginleika sem við þekkjum af samfélagsmiðlunum minnkar Kass flækjustigið og auðveldar greiðslur. Það hefur verið spennandi að þróa appið með Íslandsbanka, sem hefur innan sinna raða marga af færustu sérfræðingum landsins í greiðslumiðlun.“

Á meðfylgjandi mynd eru stofnendur sprotafyrirtækisins Memento sem er samstarfsaðili Íslandsbanka; frá vinstri Gunnar Helgi Gunnsteinsson, Arnar Jónsson og Jón Dal Kristbjörnsson

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall