Húsnæðislánareiknivél Íslandsbanka tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna

25.01.2016

Húsnæðislánareiknivél Íslandsbanka hefur verið tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna 2015 en úrslit þeirra verða kunngerð næstkomandi föstudag. Það eru Samtök vefiðnaðarins - SVEF - sem veita verðlaunin.

Reiknivélin er tilnefnd í flokknum öpp/veföpp og er tilnefningin kærkomin viðurkenning á þeirri flóknu vinnu sem fór í þróun hennar og hönnun.

Viðskiptavinir bankans sem og aðilar á fasteignamarkaði hafa ítrekað lýst yfir ánægju sinni með notendaviðmót og þá góðu yfirsýn yfir ólíka lánamöguleika sem reiknivélin býður uppá. Sjá nánari upplýsingar um húsnæðislánareiknivélina hér neðar.

Prófa húsnæðislánareiknivél Íslandsbanka.

Húsnæðislánareiknivél Íslandsbanka

Reiknivélin auðveldar notendum að bera saman ólíka lánskosti og gerir þeim kleift að skoða lánin með myndrænum hætti.

  • Reiknivélin er aðgengileg í öllum vöfrum og snjalltækjum (skalanleg).
  • Gerð voru tvö töfluútlit fyrir fyrirkomulag láns og lántökukostnað, til að gera okkur kleift að birta flóknar upplýsingar í töfluformi í símum og spjaldtölvum.
  • Framsetningin sem birtist notendum er einföld en engu að síður er hægt að kafa dýpra í flóknari útreikninga fyrir þá notendur sem kjósa að fá nákvæmari upplýsingar um fyrikomulag hvers láns fyrir sig.
  • Notendur sjá á einfaldan hátt muninn á óverðtryggðu láni, verðtryggðu láni eða blönduðu láni. Með smá breytingum á fyrirkomulagi lána er hægt að sjá hvaða áhrif það hefur á hvert lán fyrir sig.
  • Ýmist er hægt að skoða heildarlánveitinguna í einni tölu (samtals) eða skipta henni upp í húsnæðislán og viðbótarlán (skipting lána).
  • Notendur geta betur áttað sig á niðurgreiðslu höfuðstóls þar sem litakóðar gefa til kynna hversu hratt lánið er greitt niður, að nafnvirði.
  • Í greiðsluáætlun er notuð myndræn framsetning til að sjá mánaðarlega greiðslu og lækkun höfuðstóls. 
  • Reiknivélin er tengd við umsókn um greiðslumat á vefnum, upplýsingar um markaðsvirði fasteigna erfist úr reiknivélinni yfir í greiðslumat.
  • Hægt er að senda inn umsókn um greiðslumat, þá fær notandi sent til baka hvaða fylgiskjöl hann þarf að senda inn til að greiðslumatið fari til afgreiðslu.

Svona virkar húsnæðislánareiknivélin 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall