Tíu fyrirtæki í Startup Tourism 2016

21.01.2016

Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin í Startup Tourism 2016Startup Tourism er samstarfsverkefni Íslandsbanka, Isavia, Bláa lónsins og Vodafone, sem fjármagna verkefnið. Icelandic Startups sér um framkvæmd þess og Íslenska ferðaklasans.

Fyrirtækin voru valin úr hópi 74 umsókna sem bárust í samkeppnina.

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem fer fram í fyrsta sinn og hefst 1. febrúar n.k. í Reykjavík. Fyrirtækin tíu fá nú tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn sérfræðinga.

Viðskiptahraðallinn er á vegum Icelandic Startups sem leggur áherslu á viðskiptahugmyndir á sviði ferðaþjónustu. Markmiðið er að efla frumkvöðlastarf innan ferðaþjónustunnar á Íslandi og stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum. Þá er einnig lögð áhersla á að ýta undir dreifingu ferðamanna um landið.

Sprotafyrirtækin sem voru valin til þátttöku eru:

  • Adventurehorse Extreme: Krefjandi kappreið um landið fyrir reynda knapa.
  • Arctic Trip: Nýstárleg ferðaþjónusta á og í kringum Grímsey.
  • Bergrisi: Hugbúnaðar- og tæknilausn fyrir þjónustusala svo gera megi bæði sölu- og afgreiðsluferli sjálfvirkara.
  • Book Iceland: Heldur utan um bókunarkerfi fyrir gistiheimili og smærri hótel.
  • Happyworld: Mun nýta rokið til að bjóða upp á svifíþróttaferðir.
  • Health and Wellness: Heilsutengd ferðaþjónusta um Vesturland þar sem hlúð er að líkama og sál.
  • Jaðarmiðlun: Kynning á álfum og huldufólki á tímamótasýningu sem byggð er á íslenskum sagnaarfi.
  • Náttúrukúlur: Býður ferðamönnum upp á gistingu í glærum kúlum þar sem hægt er að upplifa náttúruna og skoða stjörnur og norðurljós.
  • Taste of Nature: Dagsferðir þar sem íslensk náttúra, matarupplifun og tengsl við heimamenn eru í forgrunni.
  • Traustholtshólmi: Sjálfbær dvöl á óspilltri eyju í Þjórsá.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall