Nýtt útibú Íslandsbanka í Norðurturni

13.01.2016

Nýtt útibú Íslandsbanka mun opna næstkomandi haust á nýjum stað í Norðurturni Smáralindar. Munu þrjú útibú sameinast í Norðurturni, útibúin í Þarabakka, á Digranesvegi og á Garðatorgi, og verður þetta því eitt af stærstu útibúum bankans.

Hönnun og virkni útibúsins tekur mið af breyttum áherslum í þjónustu sem snýst í auknum mæli um ráðgjöf og minna um einfaldari færslur sem viðskiptavinir geta framkvæmt með öðrum dreifileiðum, eins í hraðbönkum, netbanka og appi.

Markmið með sameiningunni er að starfrækja öflugt útibú í miðju höfuðborgarsvæðisins sem veitir bæði einstaklingum og fyrirtækjum góða fjármálaþjónustu í nýju og glæsilegu húsnæði. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu og verður aðgengi mjög gott fyrir viðskiptavini.

Útibússtjóri nýs sameinaðs útibús verður Lilja Pálsdóttir, núverandi útibússtjóri útibúsins í Þarabakka.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankans:

„Nýtt útibú verður í samræmi við þá þróun sem er að verða í bankaþjónustu, þar sem síaukin áhersla er á ráðgjöf til viðskiptavina. Í nýju öflugu útibúi mun koma saman mikil þekking og reynsla starfsmanna, sem munu kappkosta sem áður að veita góða og faglega þjónustu. Útibúið verður staðsett í miðju höfuðborgarsvæðisins og stutt frá núverandi útibúum. Síðasta vor opnuðum við nýtt útibú út á Granda þar sem mið var tekið af breyttum áherslum og hafa viðskiptavinir okkar tekið þessum breytingum mjög vel“.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall