Nýr og betri Verðbréfavefur

08.01.2016 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

Verðbréfavefur VÍB í Netbankanum hefur fengið nýtt útlit og betra viðmót. Meðal þess sem felst í uppfærslunni er:

  • Einföldun á leiðarkerfi
  • Ný viðskipta- og áskriftarmynd
  • Betri verðbréfayfirlit og prentvæn útgáfa yfirlita

Netbankinn er alltaf opinn og þar gefst viðskiptavinum kostur á að njóta afsláttar af viðskiptakostnaði hlutabréfa og sjóða*. Verðbréfayfirlit Netbankans veita góða yfirsýn á stöðu verðbréfasafna hverju sinni ásamt því að þar má nálgast kvittanir einstakra viðskipta.

Við minnum einnig á Íslandsbanka Appið sem býður m.a. upp á eigna- og hreyfingaryfirlit verðbréfa. Þannig hafa viðskiptavinir VÍB fullkomna yfirsýn yfir eignastöðu sína, hvar og hvenær sem er.

* Netbanki veitir 25% afslátt af viðskiptaþóknun íslenskra hlutabréfa og 10% afslátt af upphafsgjaldi vegna kaupa í sjóðum. Ekkert afgreiðslugjald er innheimt af sjóðaviðskiptum í Netbanka og helmingsafsláttur býðst af sama gjaldi fyrir hlutabréf.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall