Íslandsbanki fjármagnar þrjá ísfisktogara HB Granda

04.01.2016

Íslandsbanki ásamt DNB Bank ASA hafa gengið frá lánsfjármögnun þriggja nýrra ísfisktogara fyrir HB Granda.Það er skipasmíðastöðin Celiktrans Deniz Insaat Ltd. Sti., Tuzla, Tyrklandi sem annast smíði togaranna en fyrir hefur stöðin smíðað tvö uppsjávarskip fyrir HB Granda. Nýju skipin munu leysa þrjá togara af hólmi sem nú eru í rekstri, Ásbjörn RE 50, Sturlaug H. Böðvarsson AK10 og Ottó N. Þorláksson RE 203. Með nýju skipunum eykst hagkvæmni í rekstri, þau munu eyða minni olíu, aflameðferð og nýting verður betri, rekstraröryggi eykst og viðhaldskostnaður mun lækka. Munu hin nýju skip bera heitin Engey RE 9, Akurey AK 10 og Viðey RE 50.

Fjármögnunin er allt að fjárhæð EUR 55.000.000 sem dregið verður á í þremur hlutum og mun lánstími hvers ádráttar vera 5 ár.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall