Nýtt félag fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu

18.12.2015 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag, Eldey TLH, sem mun fjárfesta í íslenskri ferðaþjónustu. Arev og VÍB sjá um rekstur félagsins sem er í eigu fagfjárfesta og einkafjárfesta. Eldey mun fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og stefnt er að fjárfestingum í 7-10 kjarnafélögum.

Stærð félagsins við stofnun nemur þremur milljörðum króna en stefnt er að stækkun á næstu mánuðum. Áætlað er að skrá félagið á markað eftir 4-6 ár. Fyrstu tvær fjárfestingar Eldeyjar eru í Norðursiglingu og í Fontana en fjárfest er í félögum með rekstrarsögu og gott tekjustreymi. Framkvæmdastjóri Eldeyjar er Hrönn Greipsdóttir en hún hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu

Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar:

„Eldey er áhrifafjárfestir sem hefur það að markmiði að vaxa með fjárfestingum sínum. Við horfum til félaga með þekkta og heilbrigða rekstrarsögu þae sem lögð er áhersla á samstarf við reynslumikla stjórnendur. Afþreyingarfyrirtækin gegna lykilhlutverki í ferðaþjónustunni en hingað til hafa fjárfestar aðallega beint sjónum sínum að samgöngum og hótelum. Við sjáum stór tækifæri í þessum milkilvæga geira ferðaþjónustunnar.”

Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB:

„Íslandsbanki hefur tekið þátt í framtíðarstefnumótun ferðaþjónustu á Íslandi og vill áfram byggja upp öfluga atvinnugrein. Íslandsbanki er bakhjarl Startup Tourism og Iceland Tourism Investment ráðstefnunnar og vinnur þetta allt vel saman að því markmiði. Það er ánægjulegt að sjá nýtt félag styðja við íslenska ferðaþjónustu og við erum bjartsýn á framtíðarvöxt.“

Í stjórn félagsins sitja:

  • Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans
  • Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir
  • Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia
  • Arnar Þórisson, fjárfestir

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall