Íslandssjóðir stofna sértryggða sjóði

04.12.2015 - Fréttir Íslandssjóðir

Íslandssjóðir hafa stofnað tvo nýja fjárfestingarsjóði sem fjárfesta að stærstum hluta í sértryggðum skuldabréfum. Annar sjóðurinn mun fjárfesta í blöndu af verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum en hinn sjóðurinn fjárfestir einungis í verðtryggðum skuldabréfum.

Sértryggð skuldabréf eru útgefin af viðskiptabönkum og eru tryggð með undirliggjandi tryggingasafni til viðbótar við ábyrgð útgefanda. Skuldabréfin njóta þannig sérstakra tryggingaréttinda sem gerir þau áhættuminni fyrir fjárfesta. Í dag eru útgefendur sértryggðra skuldabréfa þrír talsins, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, og nýta þeir sértryggðar útgáfur til þess að fjármagna íbúðalán. Markaður með sértryggð skuldabréf hefur vaxið umtalsvert á síðustu misserum og eru útgáfur bankanna þriggja komnar yfir 100 ma. kr. en skuldabréf fyrir yfir 50 ma. kr. hafa verið gefin út á þessu ári.

Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða: 
„Við höfum mikla trú á uppbyggingu markaðs með sértryggð skuldabréf og teljum að nú sé góð tímasetning til að fara með auknum krafti inn á þann markað. Íslandssjóðir eru leiðandi á skuldabréfamarkaði og eru nýju sjóðirnir að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á fjármögnun húsnæðislána“.

Íslandssjóðir hf. er sérhæft félag á sviði sjóðastýringar með yfir 100 milljarða króna í stýringu í skuldabréfasjóðum félagsins. Íslandssjóðir er dótturfélag Íslandsbanka og má nálgast nánari upplýsingar um nýju sjóðina hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í síma 440-4900.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall