45.000 manns á "Hvað ef?"

01.12.2015

Skemmtifræðslan „Hvað ef” var sett þrisvar sinnum á svið í Eldborg í Hörpu í gær en nú hafa 45.000 manns séð sýninguna á undanförnum tíu árum. „Hvað ef?“ skemmtifræðslan er leiksýning sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu á skemmtilegan hátt. Farið er yfir staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira. Markmið með sýningunni er að sýna unglingum fram á að þeir hafi vel og að sakleysislegar stundarhrifsákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Eftir að síðustu sýningu lauk í gær stigu á svið stelpurnar úr Hagaskóla sem unnu Skrekk á dögunum og vöktu verðskuldaða athygli. Leikararnir sem setja upp sýninguna „Hvað ef?“ eru Kolbeinn Arnbjörnsson, Thelma Marín Jónsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Gunnar Sigurðsson sá um leikstjórn.

Á síðustu tíu árum hefur nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla á landinu staðið til boða að sækja sýninguna og hafa viðbrögðin verið mikil. Íslandsbanki hefur verið stoltur bakhjarl sýningarinnar síðustu fjögur ár.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Sýningin er bæði sláaandi og skemmtileg og hefur áhrif á unga sem aldna. Umræðan sem hefur skapast eftir sýningar sýnir hversu hugrakkt og opinskátt ungt fólk er i dag. Við hjá Íslandsbanka erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og viljum láta gott af okkur leiða í íslensku samfélagi.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall