Vel sóttur fundur um First North markaðinn

17.11.2015

Nasdaq First North markaðurinn og tækifærin sem þar felast voru til umræðu á fundi Íslandsbanka og Kauphallarinnar sem haldinn var á Kirkjusandi mánudaginn 16. nóvember. Með breytingum sem gerðar voru á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða, sem heimila auknar fjárfestingar í óskráðum bréfum, gæti First North verið góður vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Íslandsbanki er viðurkenndur ráðgjafi á First North og aðstoðar fyrirtæki við skráningu á þann markað.

Fundurinn var vel sóttur en Sigurður Óli Hákonarson, frá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, fór yfir það hvað felist í því að skrá fyrirtæki á First North og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, fór yfir vaxtarmöguleikana. 

Að endingu voru umræður þar sem Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Steinunn Jónsdóttir fjárfestir, tóku þátt. 

Fram kom á fundinum að skráning fyrirtækja á First North markaðinn getur verið öflug leið til að auka hagvöxt og nýsköpun í landinu. Reynsla Svía á þessum markaði hefur verið góð og margt spennandi sem mætti læra af sænska markaðnum.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á upptöku frá fundinum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall