Islandsbanki hf. : Afkoma á fyrstu 9 mánuðum ársins 2015

12.11.2015 - Kauphöll

Helstu niðurstöður

9M 2015

 • Hagnaður bankans eftir skatta var 16,7 ma. kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins 2015 samanborið við 18,2 ma. kr. á sama tímabili 2014 en þá voru tekjur af einskiptisliðum umfangsmeiri.
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var 11,9 ma. kr. samanborið við 11,4 ma. kr. á sama tíma 2014.
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall A var 13,0% samanborið við 13,1% á sama tímabili 2014. 
 • Hreinar vaxtatekjur voru 21,0 ma. kr. (9M14: 20,6 ma. kr.). Vaxtamunur var 2,9% (9M14: 3,1%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 9,9 ma. kr. (9M14: 8,5 ma. kr.) eða 16,6% aukning milli ára.
 • Kostnaðarhlutfall var 56,3% (9M14: 56,1%). Bankaskattur og einskiptiskostnaður er undanskilinn við útreikning kostnaðarhlutfalls. 
 • Útlán til viðskiptavina jukust um 4% frá áramótum í takt við hagvöxt. Útlánaaukningin dreifist vel á mismunandi viðskiptaeiningar bankans.
 • Heildareignir voru 1.004 ma. kr. (júní15: 976ma. kr.). 
 • Innlán frá viðskiptavinum jukust um 10% milli ára og voru 581 ma. kr. í lok tímabilsins.
 • Tvær skuldabréfaútgáfur í erlendri mynt á fjórðungnum, EUR 100 m. og SEK 150 m.
 • Eiginfjárhlutfallið var áfram hátt eða 29,2% (júní15: 28,3%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 26,9% (júní15: 25,8%).
 • Lausafjárstaða bankans er sterk og er umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið.
 • Vogunarhlutfall var 18,3% við lok tímabilsins, sem telst hóflegt.
 • Hlutfall lána með varúðarafskrift og lána með vanskil umfram 90 daga var 2,4% (júní15: 2,7%).
 • S&P og Fitch færðu lánshæfismat bankans í fjárfestingarflokk með stöðugum horfum í júlí og staðfestu mat sitt í nóvember. Íslandsbanki er eini íslenski bankinn í fjárfestingarflokki hjá báðum þessum matsfyrirtækjum.

3F 2015

 • Hagnaður bankans eftir skatta var 5,9 ma. kr. á þriðja ársfjórðungi (3F14: 3,5 ma. kr.)
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall A var 11,% á fjórðunginum (3F14: 14,4%) 
 • Hreinar vaxtatekjur voru 7,5 ma. kr. á þriðja ársfjórðungi (3F14: 7,1 ma. kr.)
 • Hreinar þóknanatekjur voru 3,5 ma. kr. á 3F15 (3F14: 2,8 ma. kr.) sem er 23,2% aukning. 
 • Lán til viðskiptavina jukust um 6,6 ma. kr. á fjórðungnum, eða um 1% og voru 660 ma. kr. við lok fjórðungsins.
 • Innlán frá viðskiptavinum jukust um 14 ma. kr. eða 2,5% á fjórðungnum og voru 581 ma. kr. við lok fjórðungsins.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

,,Afkoma Íslandsbanka fyrstu níu mánuði ársins var mjög góð. Við sjáum áframhaldandi fjölbreytni í tekjustoðum bankans og jukust þóknanatekjur um 17% milli ára. Á sama tíma hefur vöxtur útlána verið hóflegur. Seðlabanki Íslands hækkaði bindiskylduna í lok september sem dregur úr útlánagetu bankanna, en við vonum að hér sé um tímabundna aðgerð að ræða. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor's hækkaði bankann í fjárfestingarflokk BBB-/A-3 í júlí og staðfesti nýlega mat sitt eftir að tilkynnt var um aðgerðir tengdum afléttingu hafta.

Á fjórðungnum gaf Íslandsbanki út nýja þjóðhagsspá, en gert er ráð fyrir yfir 4% hagvexti næstu tvö ár. Eins hélt bankinn fjölda funda um fjármál og efnahagsmál sem hafa verið mjög vel sóttir. Við finnum fyrir miklum áhuga á fræðslustarfi bankans og má þá sérstaklega nefna áhuga ungs fólks á fundum um fjárfestingar og sparnað."

Markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 14.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla, www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Hér má sjá upptöku þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, segir frá uppgjörinu. 


Nánari upplýsingar:

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall