VÍB endurnýjar samning við Víking Heiðar

05.11.2015

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka hefur endurnýjað samning við Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara. Víkingur Heiðar er einn af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir tónleika sína nú á haustmánuðum. Markmiðið með stuðningi VÍB við Víking Heiðar er að styðja hann sem listamann en Víkingur Heiðar mun standa fyrir fræðslufundum og tónleikum fyrir viðskiptavini VÍB.


Víkingur Heiðar lauk námi frá Julliard og hefur komið fram víða um heim. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn og meðal annars verið valinn Flytjandi ársins þrisvar sinnum á Íslensku tónlistarverðlaunum. Víkingur hefur unnið með framúrskarandi tónlistarfólki, frumflutt fjóra íslenska píanókonserta og gefið út þrjá geisladiska hjá útgáfufyrirtæki sínu Dirrindí.

Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB:

„Við höfum starfað með Víkingi Heiðari undanfarin tvö ár og hefur það samstarf verið sérlega ánægjulegt. Það er okkur hjá VÍB sannur heiður að styðja við feril Víkings Heiðars og fá um leið að leyfa viðskiptavinum að njóta verka hans."

Víkingur Heiðar Ólafsson:

„Samstarfið hefur verið farsælt og skemmtilegt, ég hef notið þess að spila og kynna músík fyrir VÍB og gleðst yfir endurnýjun samstarfsins."

Um VÍB:

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka sem þjónar bæði einstaklingum og fagfjárfestum á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar, verðbréfaviðskipta og lífeyrismála með fagmennsku að leiðarljósi.

VÍB er einn stærsti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina. Starfsmenn VÍB eru um 40 talsins og búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu á fjármálamarkaði.


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall