Íslandsbanki samstarfsaðili Startup Tourism

04.11.2015
  • Nýr viðskiptahraðall fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu
  • Samstarfsverkefni Klak Innovit, Íslandsbanka, Isavia, Vodafone, Bláa lónsins og Íslenska ferðaklasans
  • Tíu fyrirtæki verða valin og fá aðstoð og stuðning yfir tíu vikna tímabil
  • Hraðallinn hefst 1. febrúar nk. en vinnusmiðjur verða haldnar á landsbyggðinni í nóvember og desember
  • Markmið samstarfsins er að efla frumkvöðlastarf innan greinarinnar, ýta undir dreifingu ferðamanna hringinn í kringum landið yfir allt árið, auka atvinnu- og verðmætasköpun og auka fagmennsku og þekkingarmiðlun
  • Engin skuldbinding felst í þátttöku í Startup Tourism
 
Klak Innovit hefur í samstarfi við Íslandsbanka, Isavia, Vodafone og Bláa lónið ásamt Íslenska ferðaklasanum komið á fót nýjum viðskiptahraðli með sérstaka áherslu á ferðaþjónustu. Allt að tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku í hraðalinn sem hefst 1. febrúar 2016. Í tíu vikur fá forsvarsmenn fyrirtækjanna þjálfun, fræðslu, ráðgjöf og leiðsögn frá hinum ýsmu sérfræðingum, fjárfestum og reyndum frumkvöðlum við að þróa viðskiptahugmyndir sínar áfram.
 
Hraðallinn er settur upp að erlendri fyrirmynd en sambærilegir viðskiptahraðlar eru starfandi um allan heim. Hérlendis eru þegar starfandi tveir aðrir hraðlar, Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík. Báðir hafa þeir gefið góða raun en samtals hafa 54 fyrirtæki tekið þátt í þeim frá árinu 2012.
 
Markmið Startup Tourism verkefnisins er að efla frumkvöðlastarf innan greinarinnar og ýta undir atvinnu- og verðmætasköpun á Íslandi. Verkefninu er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna í kringum landið, allt árið um kring.  Verkefninu er ekki síður ætlað að miðla þeirri þekkingu sem orðið hefur til á undanförnum árum og áratugum og efna til umræðu um helstu áskoranir og tækifæri innan greinarinnar.
 
Hraðallinn sjálfur hefst 1. febrúar 2016 og fer fram í Reykjavík. Í nóvember og desember verða haldnar stuttar vinnusmiðjur á Egilsstöðum, Ísafirði, Akureyri, Hvolsvelli og í Reykjanesbæ. Opið er fyrir umsóknir bæði í vinnusmiðjur og viðskiptahraðalinn á vefsíðu verkefnisins, startuptourism.is


Ljósmynd frá undirskrift samstarfssamnings um Startup Tourism.  
Frá vinstri; Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri ISAVIA, Björn Óli Hauksson, forstjóri ISAVIA, Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Klak Innovit, Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Rósbjörg Jónsdóttir,  verkefnastjóri Íslenska ferðaklasans, Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone og Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall