Íslandsbanki samstarfsaðili Iceland Tourism Investment

22.10.2015

Íslandsbanki hefur skrifað undir samstarfssamning við Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition. Ráðstefnan og sýningin verður haldin í fyrsta sinn í Hörpu dagana 29. febrúar til 1. mars. Íslandsbanki hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu hérlendis og lítur á ráðstefnuna sem góðan vettvang til umræðna um enn öflugri og hagkvæmari ferðaþjónustu.

Tilgangur ráðstefnunnar er að auka þekkingu rekstraraðila, fjárfestingasjóða, banka, stofnanda og fjárfesta á öllum þáttum sem við koma rekstri og fjárfestingum í ferðaþjónustu, efla faglega umræðu og styðja við alla uppbygginu í greininni. Á sýningunni munu birgjar ferðaþjónustunnar kynna nýjustu vörur og starfsemi. 

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka

„Við erum mjög ánægð að vera þátttakendur í Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition þar sem við munum nýta tækifærið til að læra af reynslu annarra og miðla okkar. Núna þegar við sjáum fram á áframhaldandi fjölgun ferðamanna er mikilvægt að við vöndum til verka og ræðum fjölbreytta ferðaþjónustu til að styrkja greinina enn frekar.“ 

Á myndinni eru, frá vinstri, Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, Viktoría Sveinsdóttir, stofnandi og forstjóri Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition og Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall