Islandsbanki hf. : Kröfuhafar Glitnis leggja til breytt eignarhald á Íslandsbanka

20.10.2015 - Kauphöll

Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt um breytingar á tillögu hóps kröfuhafa Glitnis vegna stöðugleikaframlags Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun ríkisins um losun fjármagnshafta.

Helstu breytingar frá áður tilkynntum tillögum kröfuhafa Glitnis til ríkisins eru að Glitnir mun afsala öllu hlutafé ISB holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka hf., til stjórnvalda. Eigið fé Íslandsbanka nam um 185 ma. kr. í lok júní 2015.

Þann 16. júlí var tilkynnt um rammasamkomulag Glitnis og Íslandsbanka. Helsta breytingin frá því samkomulagi er að eiginfjárhlutfall Íslandsbanka mun ekki lækka eins og áður var gert ráð fyrir þar sem ekki er gert ráð fyrir sérstökum arðgreiðslum frá bankanum. Aðrir þættir í tillögum kröfuhafa er að Glitnir kaupi af íslenska ríkinu víkjandi (T2) skuldabréf útgefið af Íslandsbanka og langtímafjármögnun mun koma í stað innlána Glitnis í erlendri mynt en endurgreiðsla innlána Glitnis í íslenskum krónum er háð samkomulagi við Seðlabanka Íslands.

Ofangreindar breytingarnar eru háðar því að nauðasamningar náist og byggja á sömu forsendum og komu fram í tillögum aðila 8. júní 2015. Gert er ráð fyrir að samningurinn taki ekki ekki gildi fyrr en um áramót.

Breyting á tillögum kröfuhafa Glitnis mun ekki hafa áhrif á daglega starfsemi Íslandsbanka og munu viðskiptavinir og starfsmenn bankans ekki finna fyrir breytingum vegna þessa.

Tilkynningu Fjármálaráðuneytisins má finna hér: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/20163

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall