Íslandsbanki tryggir aðgengi fyrir hreyfihamlaða

13.10.2015 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
Íslandsbanki, MND félagið, SEM og Sjálfsbjörg skrifuðu í morgun undir yfirlýsingu um að aðgengi hreyfihamlaðra verði tryggt á opna viðburði Íslandsbanka og VÍB. Með þessu vill bankinn bjóða hreyfihamlaða sérstaklega velkomna á viðburði bankans og forðast að hýsa opna fundi þar sem aðgengi er ábótavant. Fulltrúar MND félagsins, SEM og Sjálfsbjargar munu verða Íslandsbanka og VÍB innan handar svo sem best takist til. Íslandsbanki og VÍB hvetja aðra til að fylgja þessu fordæmi og tryggja að þessi mál séu í lagi. Fulltrúar hreyfihamlaðra ætla að fjölmenna á opinn fund VÍB í Hörpu 20. október þar sem vel verður tekið á móti þeim.

Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar:

„Þetta framtak Íslandsbanka er til fyrirmyndar og skora ég á önnur fyrirtæki að fara sömu leið þegar þau halda sína viðburði."

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
„Okkur finnst í raun sjálfsagt mál að opnir viðburðir bankans séu raunverulega opnir öllum. Aðgengi verður að vera gott bæði fyrir gesti og framsögumenn og aðstaðan sómasamleg. Við vonum að þessi yfirlýsing verði hvatning fyrir önnur fyrirtæki."

 

Á myndinni:
Efri röð frá vinstri: Björn Berg Gunnarsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, Tryggvi Friðjónsson. 
Neðri röð frá vinstri: Brandur Bjarnason Karlsson, Guðjón Sigurðsson, Birna Einarsdóttir, Bergur Þorri Benjamínsson, Arnar Helgi Lárusson 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall