Hvað er þetta Bitcoin?

30.09.2015

Á morgun, fimmtudaginn 1. október, verður haldinn fjórði fundurinn í fundaröðinni „Hvað geta bankar lært af öðrum?“.   Fundaröðin er haldin í tilefni að 20 ára afmæli Netbanka Íslandsbanka og þar við veltum því upp hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum. 

Í þetta sinn er röðin komin að umfjöllun um Bitcoin og hvaða áhrif tilkoma þess kann að hafa á fjármálafyrirtæki og viðskipti almennt. 

Á fundinum mun Gísli Kristjánsson, framkvæmdastjóri Appvise og áhugamaður um Bitcoin vera með framsögu og að henni lokinni mun Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins ræða við Gísla um málið og stýra umræðum.  

Skráning á fundinn fer hér

Fundurinn sem er öllum opinn fer fram í útibúi Íslandsbanka á Granda, Fiskislóð 10, og hefst hefst kl. 8:15

Þeir sem til þekkja hafa bent á að tilkoma Bitcoin feli í sér urmul tækifæra fyrir einstaklinga, fyrirtæki og fjármálamarkaðinn og að tækifærin séu í raun stærri en menn gera sér grein fyrir í dag.  Sumir hafa jafnvel líkt Bitcoin tækninni við tilkomu Internetsins og að tæknin marki því þáttaskil í fjármálastarfsemi og í raun öllum viðskiptum.  

Framundan er því spennandi fundur sem verður streymt í samstarfi við Nútímann. 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall