Góðum árangri í áheitasöfnun fagnað

30.09.2015

Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons 2015 fór fram í gær í útibúinu á Kirkjusandi.Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Í ár söfnuðu hlauparar 80.088.516 krónum til 167 góðgerðafélaga. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við maraþonið frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin yfir 450 milljónir.

Þau félög sem safnaðist mest fyrir í ár voru Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 5,7 milljónir, Krabbameinsfélag Íslands 3,6 milljónir og MND félagið á Íslandi 2,8 milljónir. 114 af þeim 173 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 22 félög fengu meira en milljón.

Þeir hlauparar og boðhlaupslið sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í dag. Þá voru einnig veit verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni, um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur sem komu í hlut UNICEF á Íslandi og Minningarsjóðs Ölla. 

Fanný Kristín Heimisdóttir sem hljóp fyrir Birtu – Landssamtök safnaði mest allra hlaupara, 1.270.000 krónur. Steingrímur Sævarr Ólafsson safnaði næst mest, 1.191.000 krónur fyrir Styrktarsjóðinn Vináttu, en hann fékk jafnframt flest áheit, 226 talsins. Í þriðja sæti áheitasöfnunarinnar var Kjartan Þór Kjartansson sem safnaði fyrir Hollvini Grensásdeildar. Boðhlaupsliðið sem safnaði mestu voru Reykjadals Dóretturnar en liðið safnaði 188.500 krónur fyrir Reykjadal.

Við óskum góðgerðarfélögunum til hamingju og þökkum sömuleiðis öllum þeim sem hlupu eða létu gott af sér leiða.

Sjáumst á næsta ári.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall