Ljónin í veginum

29.09.2015

Ljónin í veginum er yfirskrift opins fundar sem Íslandsbanki býður til ásamt Ungum athafnakonum á fimmtudaginn, 1. október, kl. 17:00, á Hilton Reykjavík Nordica. Fundarefnið er staða ungra kvenna í atvinnulífinu og þær hindranir sem verða á vegi þeirra.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs, flytur aðal erindi fundarins um hvernig það var að stíga sín fyrstu skref innan fjármálageirans. Í kjölfarið verða umræður þar sem því verður m.a. velt upp hvort eitthvað hafi breyst á undanförnum árum, helstu áskoranir ungra kvenna og hvort reynslan hafi kennt okkur eitthvað.

Þátttakendur í umræðum eru Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Símanum og Hallbjörn Karlsson, fjárfestir. Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.

Fundurinn hefur vakið mikla athygli ef marka má skráningu en á fimmta hundrað manns hafa boðað komu sína á hann. Enn er hægt að skrá sig til þátttöku með því að smella hér. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall