Framkvæmdir hefjast á Bakka

18.09.2015
Í dag var upphafi framkvæmda vegna kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík fagnað. Fjármögnun lauk í sumar og nemur heildarfjármagn til verkefnisins um USD 300 milljónum eða 38 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi PCC við fjármögnun verkefnisins. Haldið var upp á þennan stóra áfanga í verkefninu með borðaklippingu á Bakka við Húsavík í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, klipptu á borðann ásamt Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, og Waldemar Preussner, eiganda PCC.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, flutti stutt ávarp ásamt öðrum aðstandendum verkefnisins í tilefni þess. 

„Ég veit að PCC mun taka hlutverk sitt alvarlega og vera góður vinnuveitandi, virða það fallega umhverfi sem það starfar í ásamt því að taka virkan þátt í samfélaginu á Húsavík.“

Verksmiðjan á Bakka er fyrsta verkefnafjármögnun af þessari stærðargráðu með þátttöku erlends banka á Íslandi um langt skeið. Þýski bankinn KfW IPEX-Bank GmbH er aðallánveitandi verkefnisins.

Kísilmálmverksmiðjan er mikil lyftistöng fyrir Norðurþing þar sem verksmiðjan mun skapa um 120 störf að ótöldum afleiddum störfum. Ljóst er að beðið hefur verið eftir fjárfestingu á svæðinu til að nýta þau tækifæri sem þar eru í ólíkum atvinnugreinum. 

Útibú Íslandsbanka á Húsavík hefur átt gott samstarf hingað til við PCC og mun áfram styðja við starfsemina í heimabyggð. 

Starfsfólk Íslandsbanka fagnar þessum merka áfanga og óskar PCC og heimamönnum til hamingju með daginn.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall