Steðjar bönkum ógn af hópfjármögnun?

16.09.2015

Íslandsbanki stendur fyrir spennandi fundi á morgun fimmtudag í útibúi Íslandsbanka á Granda. Á síðustu tveimur árum hafa sífellt fleiri sjóðir og fyrirtæki á sviði hópfjármögnunar og annarrar óhefðbundinnar fjármögnunar komið fram á sjónarsviðið. Fjallað verður um hópfjármögnun og P2P fjármögnun í fundaröð Íslandsbanka; „Hvað geta bankar lært af öðrum?“ á morgunfundi á morgun, fimmtudag kl. 8:15. 

Á síðustu tveimur árum hafa sífellt fleiri sjóðir og fyrirtæki á sviði hópfjármögnunar og annarrar óhefðbundinnar fjármögnunar komið fram á sjónarsviðið. 

Ný lána- og fjármögnunarform

Fyrirtæki á borð við Kickstarter, Indiegogo og Crowdfunder hafa vaxið gríðarlega hratt á stuttum tíma og hafa vakið bankana vestanhafs upp af værum blundi. Hér á Íslandi hefur Karolina Fund verið leiðandi á sviði hópfjármögnunar og eru verkefnin sem þar hafa verið fjármögnuð afar fjölbreytt. 

P2P fjármögnun í miklum vexti

Á sama tíma hafa svokölluð Peer-to-Peer (P2P) fjármögnunarfyrirtæki einnig látið til sín taka og má þar nefna Lending Club og Prosper í Bandaríkjunum. Í stuttu máli þá virka fyrirtækin sem milliliður um fjármögnun verkefna og fjárfestinga fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Vöxtur þeirra hefur verið ævintýralegur og sem dæmi þá hafa ofangreind fyrirtæki samtals haft milligöngu um lánveitingar að andvirði margra milljarða dollara frá stofnun.

Stafar bönkum ógn af slíkum fyrirtækjum?

Bankar og fjármálafyrirtæki standa því frammi fyrir áleitnum spurningum um það hvort þeim steðji ógn af slíkum fyrirtækjum eða hvort þarna kunni að leynast tækifæri. Geta bankar unnið með slíkum fyrirtækjum með einhverjum hætti?

Nýta tækni og samfélagsmiðla til að fylla upp í tómarúm á markaði

Hóp- og P2P fjármögnunarfyrirtæki sáu tækifæri á markaðnum í kjölfar fjármálakreppunnar til að fylla upp í ákveðið tómarúm. Á sama tíma nýttu þau sér hraða tækniþróun og samfélagsmiðla til þess að tengja saman fyrirtæki, lántaka, fjárfesta og lánveitendur á gagnvirkan og einfaldan hátt.

Við ætlum einmitt að velta þessum spurningum upp næstkomandi fimmtudag og fá tvo aðila með mikla þekkingu úr nýsköpunar- og frumkvöðlaheiminum til þess að taka umræðuna í útibúi Íslandsbanka á Granda, þau Inga Rafn Sigurðsson frá Karolina Fund og Helgu Valfells hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.

Það má búast við skemmtilegri umræðu sem verður streymt í beinni á netinu samstarfi við Nútímann.

Nánari upplýsingar

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall