Rut ráðin regluvörður

15.09.2015
Rut Gunnarsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Íslandsbanka. Hún hefur gegnt starfi staðgengils regluvarðar bankans frá 2010 en hún tekur við af Kristni Arnari Stefánssyni sem hefur starfað sem regluvörður bankans í átta ár. Kristinn Arnar lætur af störfum að eigin ósk. Rut starfaði áður hjá Fjármálaeftirlitinu í 8 ár á sviði verðbréfa-, lífeyrissjóða- og vátryggingaeftirlits. Rut útskrifaðist með cand.jur úr Lagadeild Háskóla Íslands árið 2000 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2003. Hún lauk MBA námi frá UIBS, Barcelona árið 2007 með fjárfestingabankastarfsemi sem sérsvið og einnig lauk hún prófi í verðbréfaviðskiptum 2008. Rut er gift Jóni Erni Guðbjartssyni, markaðs- og samskiptastjóra Háskóla Íslands, og eiga þau þrjú börn. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við óskum Rut til hamingju með nýtt hlutverk og hlökkum til að starfa með henni í framtíðinni. Kristinn hefur átt farsælan starfsferil í bankanum. Á þeim tíma voru erfið tímabil þar sem áskoranir voru margar við uppbyggingu bankans. Um leið og ég óska honum velfarnaðar í framtíðinni vil ég persónulega þakka fyrir okkar góða samstarf í gegnum árin.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall