Fundaröð ÍSB: Ef Google væri banki?

11.09.2015
Íslandsbanki stóð fyrir skemmtilegum fundi í morgun um hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum.  Um 100 manns sóttu fundinn sem var sendur út í beinni í samstarfi við vefmiðilinn Nútímann.  Fundurinn er sá fyrsti í fundaröð bankans í tilefni 20 ára afmælis Netbankans.

Bankar eiga að vinna með sprotafyrirtækjum 

Það voru þau Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google í Bandaríkjunum og Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi TagPlay, sem áttu sviðið.  Guðmundur, sem hefur mikla reynslu út tækni- og sprotaumhverfinu í Bandaríkjunum, velti upp spurningunni: „Ef Google væri Banki?“ Í stuttri framsögu fjallaði hann á skemmtilegan hátt um hvernig fyrirtæki þurfa að brjóta upp hefðbundin ferli í vöruþróun og nýsköpun og vinna í auknum með smærri nýsköpunarfyrirtækjum að vöruþróun.    Sesselja var umræðustjóri á fundinum og héldu þau uppi áhugaverðum umræðum um Google, nýsköpun og fjármálageirann og tóku við fyrirspurnum úr sal.

Næsti fundur í fundaröðinni fjallar um hópfjármögnun og bankastarfsemi og verður haldinn í útibúi bankans á Granda þann 17. september nk. kl. 8:15.  

Upptöku frá fundinum er að finna hér að neðan:

 
Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall