Skrifað undir veltilán til Landsvirkjunar

09.09.2015

Íslandsbanki, ásamt Arion banka og Landsbankanum, hefur veitt Landsvirkjun lán að fjárhæð 12 milljörðum króna til sjö ára. Sambankalánið samanstendur af jöfnum hlut frá bönkunum þremur, 4 milljarðar hver hlutur. Markmið lántökunnar er greiður og tryggur aðgangur Landsvirkjunar að fjármögnun í íslenskum krónum. Landsvirkjun getur dregið á lánið og endurgreitt eftir þörfum. Íslandsbanki sá um skjalagerð og umsýslu við lánveitinguna fyrir hönd Landsvirkjunar. Með lántökunni endurfjármagnar Landsvirkjun sambankalán upp að 10,5 milljörðum króna sem var undirritað í lok árs 2011. Gengið var frá samningi í dag í höfuðstöðvum Íslandsbanka á Kirkjusandi.

Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 og er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem því er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun vinnur um ¾ allrar raforku á Íslandi og fer öll sú vinnsla fram með endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall