Kathrine Switzer í Hörpu

20.08.2015

Allir hafa hæfileika en öll þurfum við rétta tækifærið til að nýta þá. Þetta sagði Kathrine Switzer á fundi Íslandsbanka sem haldinn var í Hörpu í hádeginu. Yfir 400 manns mættu á fundinn. Switzer var fyrsta konan til að hlaupa í Boston maraþoninu árið 1967. Þetta voru mikil tímamót í íþróttasögu kvenna því konum var ekki heimilt á þeim tíma að taka þátt í hlaupinu.

Myndir af Switzer vöktu heimsathygli því skipuleggjandi hlaupsins, Jock Semple, reyndi að fjarlægja Switzer úr hlaupinu með handafli. Kærasti Switzer sá til þess að Semple færi beinustu leið út vegkant og tókst Switzer að ljúka hlaupinu.

Saga Switzer er ótrúleg og mikil hvatning fyrir konur jafnt sem karla. Eftir hlaupið hefur Switzer skipulagt hlaupakeppnir út um allan heim og skrifað bækur til að efla konur í íþróttum. Switzer verður stödd í Laugardalshöll í bás Íslandsbanka frá 15.00 til 19.00 og hvetur sem flesta til að koma og hitta sig þar. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á vefnum innan skamms.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem tekið var við Switzer.

Kathrine Switzer í íslenskum fjölmiðlum:

Umfjöllun á Vísi.

Viðtal á RÚV

Umfjöllun um fundinn á Viðskiptablaðinu

Umfjöllun um Kathrine Switzer á Knúz.

Umfjöllun á Smartlandi.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall