Íslandsbanki í fjárfestingarflokk samkvæmt mati S&P

21.07.2015 - Kauphöll

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í dag um hækkun á lánshæfismati Íslandsbanka í BBB-/A-3 með stöðugum horfum.

Hækkunin endurspeglar það mat S&P að rekstrarskilyrði Íslandsbanka, sem og annarra íslenskra viðskiptabanka, fari batnandi.

Að mati S&P endurspeglar lánshæfismat Íslandsbanka sterkt eiginfjárhlutfall og rekstrarafkomu, og sterka lausafjárstöðu.

Hækkun lánshæfismats var tekin í kjölfar skoðunar S&P á íslensku bankakerfi og byggir hún á mati þeirra um að dregið hafi úr efnahagslegri áhættu í íslenska hagkerfinu og væntingum um bætt lánshæfi og framtíðarstöðugleika. S&P gerir ráð fyrir takmörkuðum viðbótar áhrifum fjármálakreppunnar 2008 á lánshæfi bankans. S&P leit einnig til hækkunar lánshæfismats íslenska ríkisins sem merki um aukið jafnvægi og bætt skilyrði bankakerfisins.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Þessi niðurstaða er í takt við væntingar okkar í ljósi hækkunar á lánshæfismati íslenska ríkisins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á þeim árangri sem hefur náðst, bæði í íslensku efnahagslífi sem og í endurskipulagningu lánasafns bankans. Lánshæfismat í fjárfestingarflokk frá Fitch og nú Standard & Poor‘s mun hafa jákvæð áhrif á aðgengi okkar að erlendu fjármagni og gera okkur kleift þjónusta viðskiptavini okkar enn betur og uppfylla framtíðarsýn bankans um að vera númer 1 í þjónustu.“

Lánshæfismat Íslandsbanka:

  S&P   Fitch 
Langtíma einkunn  BBB- BBB-
Skammtíma einkunn  A-3  F3
Horfur Stöðugar Stöðugar

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall