Íslandsbanki besti bankinn á Íslandi að mati Euromoney, þriðja árið í röð

20.07.2015

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi, þriðja árið í röð. Euromoney leit til ýmissa þátta í rekstri og stefnu íslensku bankanna við val sitt á besta bankanum eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingu og getu til að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum og þörfum viðskiptavina.

Euromoney útnefnir árlega bestu bankana í tæplega 100 löndum og veitir þeim viðurkenninguna Awards for Excellence.

Ánægja viðskiptavina lykilatriði

Regluleg starfsemi Íslandsbanka skilaði 21% meiri hagnaði árið 2014 en árið áður á sama tíma og rekstrarkostnaður dróst saman um 10%. Ánægja viðskiptavina mælist mikil og endurspeglar framtíðarsýn Íslandsbanka um að vera leiðandi í þjónustu en bankinn hefur fengið hæstu einkunn banka í Íslensku ánægjuvoginni síðustu tvö ár. 

Íslandsbanki hefur sett sér metnaðarfulla stefnu til næstu þriggja til fimm ára þar sem stefnuáherslur bankans byggja á innri vexti með áherslu á framúrskarandi þjónustu, einföldun á starfseminni í þágu viðskiptavina og samfélagslega ábyrgð. Stefnuáherslurnar endurspegla ákvarðanatöku og fyrirtækjamenningu bankans. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri:

„Við erum stolt af því að vera valinn besti bankinn á Íslandi þriðja árið í röð og er það frábæru starfsfólki Íslandsbanka að þakka. Þessi verðlaun staðfesta það kraftmikla starf sem hefur verið unnið innan bankans undanfarin ár og sýna glögglega hvernig skýr markmiðasetning skilar sér í framúrskarandi þjónustu og betri rekstri. Okkur hefur tekist að sýna það í verki að það er hægt að vaxa á íslenskum bankamarkaði á sama tíma og við lækkum kostnað. “

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall