Akur fjárfestir í Gray Line á Íslandi

13.07.2015
Akur fjárfestingar hafa keypt tæplega helming hlutafjár í Iceland Excursions Allrahanda ehf., sérleyfishafa Gray Line á Íslandi og samhliða kaupunum hefur verið gerð sátt við Samkeppniseftirlitið. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka veitti ráðgjöf og hafði umsjón með framkvæmd viðskiptanna.

Akur fjárfestingar er fagfjárfestasjóður í rekstri Íslandssjóða. Stofnendur Gray Line á Íslandi, þeir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson, munu áfram eiga meirihluta í félaginu og starfa ásamt öðrum lykilstjórnendum þess að áframhaldandi uppbyggingu Gray Line á Íslandi. Kaupverðið er trúnaðarmál og er þessa dagana unnið að lokafrágangi viðskiptana.

Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line á Íslandi:
„Það er mjög ánægjulegt að fá fagfjárfesta eins og Akur að rekstri félagins og í ferðaþjónustuna almennt. Þetta styrkir bakland ferðaþjónustunnar og stuðlar að aukinni fagmennsku í greininni. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið drifin áfram af litlum félögum sem hafa vaxið verulega með auknum fjölda ferðamanna til landsins. Það er von okkar og trú að fleiri fagfjárfestar gangi til liðs við ferðaþjónustuna og styrki greinina til að vaxa enn frekar á komandi árum.“

Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri Akurs fjárfestinga:
„Að mati Akurs eru fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu mjög áhugaverður fjárfestingarkostur. Atvinnugreinin hefur þroskast og vaxið verulega undanfarin ár og skilaði í fyrra tæpum þriðjungi af gjaldeyristekjum landsins, eða 303 milljörðum króna. Við horfum björtum augum á framtíðina í íslenskri ferðaþjónustu.“

Um Gray Line á Íslandi
Gray Line á Íslandi er leiðandi íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki sem er aðili að alþjóðasamtökunum Gray Line Worldwide. Félagið er ferðaskipuleggjandi, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki með starfsemi einkum í skipulögðum dagsferðum. Á vegum þess gefst ferðamönnum kostur á að heimsækja yfir 150 áfangastaði víðsvegar um Ísland og upplifa flest það sem landið hefur upp á að bjóða.

Gray Line á Íslandi rekur einn yngsta bílaflota landsins, 65 hópferðabíla sem taka frá 9 til 71 farþega. Félagið flutti 510 þúsund ferðamenn árið 2014 í eigin ferðum. Rúmlega 200 manns starfa hjá Gray Line á Íslandi. Á vegum þess fara daglega yfir sumartímann hátt í tvö þúsund manns í yfir 50 dagsferðir og til og frá Keflavíkurflugvelli.

Gray Line á Íslandi var stofnað fyrir 25 árum. Síðustu 10 árin hafa umsvif félagsins aukist hratt og má ekki síst þakka það öflugu markaðsstarfi, hraðri endurnýjun bílaflotans og viðskiptasérleyfi Gray Line á Íslandi. Nýlega flutti umferðamiðstöð félagsins í Holtagarða, þar sem mun stærri og betri aðstaða er fyrir umsvif félagsins og þjónustu við farþega þess. Félagið hefur skilað góðri arðsemi undanfarin ár og var velta þess rúmlega 2,7 milljarðar króna á síðasta ári, sem er um 270% vöxtur frá árinu 2010. EBITDA félagsins á síðasta ári var 557 milljónir króna og hagnaður af rekstri nam um 300 milljónum króna.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall