Íslandsbanki veitir 4,3 milljónum í námsstyrki

01.07.2015

Íslandsbanki veitti 13 nemendum námsstyrki í ár að heildarupphæð 4,3 milljónir króna. Þessir nemendur hafa skarað fram úr hver á sínu sviði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, afhenti styrkina í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi. Samtals bárust 300 umsóknir.

Námsstyrkjum Íslandsbanka fjölgaði í ár um þrjá og jókst heildarupphæðin um 900 þúsund. Fimm styrkir voru veittir til háskólanema á framhaldsstigi að upphæð 500 þúsund krónum hver, fimm styrkir voru veittir til háskólanema að upphæð 300 þúsund krónum og þrír styrkir til framhaldsskólanema að upphæð 100 þúsund krónum hver.

Í dómnefnd sátu þau Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka, Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann, dósent við Háskóla Íslands, og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka.

Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka:

„Það er ljóst að við höfðum erfitt verk fyrir höndum að velja úr þessum myndarlega hópi ungs fólks sem hvert og eitt er að fást við stórvirki á sínu sviði. Við afhendum í ár 13 námsstyrki sem er aukning frá fyrra ári. Með þessu vill bankinn styðja betur við afburðanámsmenn.“

Styrkhafar í ár:

 • Dagur Tómas Ásgeirsson, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Dagur Tómas hefur keppt í stærðfæði á alþjóðlegum vettvangi og verið í Ólympíuliði Íslands í stærðfræði síðan 2014.
 • Helen Xinwei Chen, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Helen hefur spilað á þverflautu frá 8 ára aldri og spilað einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands aðeins 12 ára gömul.
 • Áslaug Ósk Hinriksdóttir, nemendi í Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Áslaug ákvað að snúa aftur í nám en á árum áður var hún í landsliði Íslands í badminton.
 • Kolbeinn Stefánsson, viðskiptafræðinemi í Háskóla Íslands. Kolbeinn státar af glæsilegum námsárangri úr MR og fyrsta ári í HÍ.
 • Birta Bæringsdóttir, læknisfræðinemi í Háskóla Íslands. Birta hefur skilað framúrskarandi árangri í námi. Samhliða námi hefur hún starfað við umönnun á Grund.
 • Bjarni Örn Kristinsson, nemandi í Massachusetts Institue of Technology. Bjarni hefur náð glæstum árangri í námi og í frjálsum íþróttum.
 • Ingvar Hjartarson, nemandi í Háskóla Íslands. Ingvar lauk grunn- og menntaskóla með frábærum vitnisburði og tók á sama tíma þátt í landsliðsverkefnum í frjálsum.
 • Ingveldur María Hjartardóttir, nemandi í Berklee College and Management. Ingveldur leggur stund á nám í söngdeild skólans og hefur komist á lista yfir afburðanemendur.
 • Eygló Myrra Óskarsdóttir, nemandi í KTH Royal Institute of Technology. Eygló lauk B.Sc. í fjármálafræði í Bandaríkjunum og hefur um árabil verið í landsliðinu í golfi.
 • Rósa Þórunn Hannesdóttir, nemandi í London Metropolitan University. Rósa Þórunn hefur helgað líf sitt og starf eyðibýlum á Íslandi og hefur gefið út bók um þau.
 • Ragnar Pétur Kristjánsson, nemandi í Kings´s College. Ragnar Pétur hefur fengið inngöngu í skólann og hyggst leggja stund á geimlífeðlisfræði.
 • Eiríkur Þór Ágústsson, nemandi í ETH Zurich. Eiríkur Þór vinnur að því að gera tækjum kleyft að skilja hvað þau sjá í kringum sig með myndavélum.
 • Herdís Stefánsdóttir, nemandi í NYU Steinhard. Herdís stefnir á að útskrifast næsta vor með meistarapróf í kvikmyndatónsmíðum, fyrst íslenskra kvenna.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall