Edda ráðin samskiptastjóri Íslandsbanka

16.06.2015
Edda Hermannsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Íslandsbanka. Hún mun bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf bankans til fjölmiðla sem og samfélagsstefnu bankans. 

Íslandsbanki leggur áherslu á góð samskipti við fjölmiðla og kappkostar að veita skýr og greinargóð svör við spurningum fjölmiðla eftir því sem kostur er. 

Samfélagsstefna bankans, Heildun, er ein þriggja stefnuáherslna bankans. Með Heildun leggur Íslandsbanki áherslu á að vera fyrirmynd í umhverfinu með stefnu sinni í samfélagslegri ábyrgð. Bankinn kappkostar að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, leggja áherslu á heilbrigðan rekstur sem byggir á góðum viðskiptaháttum og bjóða gott og uppbyggilegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn bankans.  

Edda hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá því 2012 og verið aðstoðarritstjóri frá 2014. Hún hefur einnig starfað við dagskrárgerð, meðal annars sem stjórnandi Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hjá Ríkisútvarpinu frá 2011 til 2013.

Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún situr einnig í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Edda mun hefja störf 18. júní næstkomandi.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall