Ný skýrsla Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög

15.06.2015
Íslandsbanki gefur út í þriðja sinn skýrslu með greiningu á málefnum og fjármálum sveitarfélaga. Leitast er við að gefa innsýn í rekstur sveitarfélaga en staða þeirra hefur verið talsvert í umræðunni þar sem mörg þeirra hafa þurft að ráðast í víðtækar aðhaldsaðgerðir og hagræðingu í rekstri á síðustu árum.
Skýrslan er unnin af Greiningu og sveitarfélagateymi Íslandsbanka og er stuðst við ársreikninga frá árinu 2014 hjá 61 sveitarfélögum sem spanna um 99% íbúa landsins.

Helstu niðurstöður:
  • Rekstrarhagnaður sveitarfélaga (A- og B-hluta) dróst saman um 19% á milli áranna 2013 og 2014
  • Samdráttur hjá Reykjavíkurborgar skýrir rúmlega helming samdráttar í rekstrarhagnaði allra sveitarfélaganna.
  • Dregið hefur úr skuldsetningu sveitarfélaganna en hlutfallið stóð í um 61% fyrir árið 2014. 
  • Rekstur 88% sveitarfélag standa undir núverandi skuldsetningu (A- og B-hluti)
  • Rekstur 77% sveitarfélaga standa undir núverandi skuldsetningu (A-hluti)
  • Fólksfjölgun hefur verið á öllum landssvæðum nema Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.
Rekstur og fjárhagsstaða sveitarfélaga hafa verið að styrkjast áheildina litið allt frá árinu 2009. Flest sveitarfélaganna hafa lagt áherslu á hagræðingu í rekstri og að greiða niður skuldir. Hins vegar hafa heildarfjárfestingar og framkvæmdir sveitarfélaganna verið í lágmarki, en þó hafa nokkur sveitarfélög hafa þó byggt hjúkrunarheimili á framangreindu tímabili. Eru þau samvinnuverkefni milli ríkis og sveitarfélags þar sem ríkið gerir langtímaleigusamning við sveitarfélagið

Íbúaþróun jákvæð
Í skýrslunni kemur fram að íbúaþróun hafi verið jákvæð undanfarin tvö ár. Hlutfallsleg fólksfjölgun hefur orðið á öllum landssvæðum nema tveimur, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Mest var aukningin á Suðurnesjum (3,9%) en þar á eftir komu höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Vesturland. Ef horft er á síðastliðin tíu ár kemur í ljós að mesta fjölgunin á sér stað innan áðurgreindra landsvæða, þ.e. innan Suðurnesja (28,7%), höfuðborgarsvæðisins (14,7%), Suðurlands (11,8%) og Vesturlands (7,9%).

Fjárhagsleg staða sveitarfélaga landsins nokkuð góð. Samkvæmt skýrslunni bendir til rekstur 88% sveitarfélaga sé vel viðunandi og ættu að geta staðið undir núverandi skuldum og skuldbindingum. Séu niðurstöðurnar fyrir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna fyrir árið 2014 bornar saman við árið 2013 kemur í ljós að veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum hefur dregist saman að meðaltali sem skerðir, að öllu öðru óbreyttu, hæfni sveitarfélaga til að standa undir afborgunum lána.

Skýrsluna má nálgast hér.

 


 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall