PCC BakkiSilicon hf. - fjármögnun lokið

10.06.2015

  • Heildarfjármagn til verkefnisins nemur um USD 300 milljónum
  • Þýski ríkisbankinn KfW IPEX Bank GmbH er aðallánveitandi verkefnisins
  • Bakkastakkur slhf., í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka, fjármagnar um fjórðung verkefnisins
  • Eftirlitsstofnun EFTA hefur lokið rannsókn sinni með jákvæðum niðurstöðum
  • Bein fjárfesting í tengslum við framkvæmdir áætlaðar 5-7 milljarðar króna næstu þrjú árin
  • Framkvæmdar hefjast á Bakka á næstu vikum
  • Íslandsbanki og Summa Rekstrarfélag hf. ráðgjafar í verkefninu

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, fyrir hönd PCC BakkiSilicon hf., hefur lokið fjármögnun á kísilmálmverksmiðju félagsins sem mun rísa á iðnaðarsvæðinu að Bakka við Húsavík. Með þessu er rekinn endahnútur á þriggja ára ferli sem hófst þegar þýska fyrirtækið PCC SE leitaði til Íslandsbanka eftir ráðgjöf vegna fjárfestingarinnar. 

Heildarfjármagn til verkefnisins nemur um USD 300 milljónum, þar af leggja íslenskir fjárfestar til USD 80 milljónir. Þýski bankinn KfW IPEX Bank GmbH („KfW“) er aðallánveitandi verkefnisins og markar verkefnið tímamót þar sem þetta er fyrsta verkefnafjármögnun af þessari stærðargráðu með þátttöku erlends banka á Íslandi um langt skeið. Framkvæmdin styður við atvinnuuppbyggingu og fjárfestingu í landinu, og þá sérstaklega í Norðurþingi, en búast má við að hún skapi um 120 störf í verksmiðjunni sjálfri. Þá eru ótalin afleidd störf.

Rúmur fjórðungur fjárfestingarinnar kemur frá fyrirtækinu Bakkastakki í formi lánsfjármögnunar og forgangshlutafjár í PCC BakkiSilicon hf., félaginu sem stofnað hefur verið utan um verkefnið. Eigendur Bakkastakks eru á annan tug lífeyrissjóða ásamt Íslandsbanka. Ráðgjafar Bakkastakks voru Summa Rekstrarfélag hf..

Verkefnið var um tíma háð fyrirvörum frá Eftirlitsstofnun EFTA varðandi samninga verksmiðjunnar við Landsvirkjun og Landsnet. Þeim fyrirvörum hefur nú verið að fullu aflétt.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við hjá Íslandsbanka erum ánægð með þennan mikilvæga áfanga í PCC BakkiSilicon verkefninu. Verkefnið er jákvætt og mikilvægt skref fyrir íslenskt efnahagslíf og styður ríkulega við atvinnuuppbyggingu á norðurlandi og fjárfestingu í landinu.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall