Íslandsbanki hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

04.06.2015

Íslandsbanki hlaut í dag Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC.  Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC er veitt fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5%. Í úttektinni er gerður greinarmunur á grunnlaunum, föstum launum og heildarlaunum eftir kyni og að teknu tilliti til lífaldurs, starfsaldurs, menntunar, starfaflokks, stöðu innan fyrirtækis og vinnustunda.  

Íslandsbanki hefur lagt mikla áherslu á fjölbreytni og jöfn tækifæri innan bankans og hefur með markvissum hætti aukið vægi kvenna í yfirstjórn bankans.  Ríflega helmingur stjórnenda bankans í dag eru konur. Í níu manna framkvæmdastjórn bankans eru fjórar konur og í stjórn bankans eru konur  í meirihluta. Íslandsbanki hefur lagt sérstaka áhersla á leiðtogaþjálfun, lærimeistarakerfi og markþjálfun fyrir konur í bankanum með það að markmiði að styðja við starfsþróun kvenna innan bankans.  

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar hjá Íslandsbanka að auka fjölbreytni og jafnrétti í stjórnun og starfsemi bankans. Við höfum unnið að þessu með markvissum aðgerðum á undanförnum misserum og ætlum okkur að halda áfram á þessari braut. 

Ég þekki það af eigin reynslu að fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytni og jöfn tækifæri gengur betur að byggja upp öfluga liðsheild, eru með ánægðara starfsfólk og betri fyrirtækjabrag en þau fyrirtæki sem ekki eru komin þangað. Ég hvet því stjórnendur til þess að gefa þessum málaflokki gaum í daglegum störfum sínum.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall