Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka 2015 -2017

26.05.2015
Greining Íslandsbanka hefur birt nýja þjóðhagsspá.  Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði hóflegur á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að hagsvöxtur verði 4% á þessu ári, 3,7% á árinu 2016 og 2,4% árið 2017.  

Hagur heimila vænkast og dregur úr hækkunum á íbúðarhúsnæði.
Hagur heimilanna mun halda áfram að vænkast á næstu misserum með auknum kaupmætti, minna atvinnuleysi og hækkun eignaverðs. Einkaneysla mun vaxa um 3,8% að jafnaði á næstu þremur árum og fjárfestingar heimilanna í íbúðarhúsnæði munu vaxa næstu þrjú árin eða um 18,5% í ár, 16,3%  á næsta ári og 11% á árinu 2017. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að daga muni úr hækkunum á húsnæðisverði á tímabilinu. Gert er ráð fyrir 7,0% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis á þessu ári, 3,4% á næsta ári og 1,9% árið 2017. 

Bætt efnahagsumhverfi fyrirtækja ýtir undir fjárfestingar
Efnahagsumhverfi fyrirtækja hefur batnað á marga mælikvarða undanfarin ár, m.a. með aukinni innlendri sem erlendri eftirspurn og bættum viðskiptakjörum. Greining Íslandsbanka reiknar með því að umhverfi þeirra muni halda áfram að styrkjast á spátímabilinu. Er því spáð að fjárfestingar atvinnuveganna muni aukast á næstunni og er gert ráð fyrir 16,9% vexti í ár, 18,8 á næsta ári en einungis 1,7 vexti árið 2017.

Vöxtur í útflutningi mun ekki halda í við vöxt innflutnings
Í spánni er gert ráð fyrir góðum vexti í útflutningi á vöru og þjónustu á tímabilinu, m.a. vegna vaxtar í ferðaþjónustu og útflutningi sjávarafurða.  Spáir deildin 4,7% vexti útflutnings í ár, 3,4% á næsta ári og 3,5% árið 2017. Þrátt fyrir góðan útflutningsvöxt er gert ráð fyrir hraðari vexti innflutnings á tímabilinu og verður framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar neikvætt á tímabilinu. Afgangur vöru- og þjónustuviðskipta minkar á spátímabilinu..  

Gengisflökt fylgifiskur haftaafnámsaðgerða
Gengi krónunnar verður stöðugt á spátímabilinu en flökt gengisins mun aukast samhliða þeim skrefum sem hugsanlega verða tekin á tímabilinu í afnámi fjármagnshafta. Spáin gerir ráð fyrir að raungengi krónunnar muni hækka á tímabilinu vegna mikillar innlendrar kostnaðarverðhækkunar og aukinnar innlendrar verðbólgu.

Verðbólgudraugurinn rankar við sér
Sú hagfellda verðbólguþróun sem hefur hér undanfarið mun taka enda á næstunni og verðbólga mun færast í aukanna.  Spáð er að verðbólga verði að jafnaði 1,9% á yfirstandandi ári, 3,6% á árinu 2016 og 3,7% á árinu 2017.
Greining Íslandsbanka spáir því að að peningastefnunefnd Seðlabankans bregðist við versnandi verðbólguhorfum, miklum launahækkunum og aukinni spennu í hagkerfinu með hækkun stýrivaxta bankans um 1 prósentustig fyrir lok þessa árs, um annað prósentustig á næsta ári og um 0,5 prósentur á árinu 2017.

Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka er kynnt í beinni útsendingu á vef Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall